Happdrætti
Með gífurlegu þakklæti til stuðningsaðila okkar -fyrirtækja sem gáfu vinninga og þeirra sem keyptu happdrættismiða kynnum við með stolti vinningstölur happdrættis skákbarna Laufásborgar.
Númer happdrættismiðans er það númer sem gildir -lengst til vinstri í meðfylgjandi lista eru þau númer sem voru dregin út.
Ef þú ert vinningshafi getur þú sett þig beint í samband við þann sem seldi þér happdrættismiða/ skilaboðaskjóðu okkar hér á Facebook / komið við á opnunartíma Laufásborgar 8-16:15 og sótt vinninginn.

Sagan okkar
Skákfélag Laufásborgar stefnir á Evrópumeistaramótið í skólaskák sem fer fram á Írlandi í maí á þessu ári. Þetta yngsta en jafnframt efnilegasta skáklið landsins æfirstíft um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti á mótinu. Nú stendur yfir fjáröflun og leita þau nú til fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja við þetta merka frumkvöðlastarf í skákkennslu á leikskólastigi.