Sagan okkar

Skákfélag Laufásborgar stefnir á Evrópumeistaramótið í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í maí 2025.

Þetta yngsta en jafnframt efnilegasta skáklið landsins æfir stíft um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti á mótinu. Nú stendur yfir fjáröflun og leita þau nú til fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja við þetta merka frumkvöðlastarf í skákkennslu á leikskólastigi.

Skáksaga Laufásborgar

2008

Skákkennsla hófst á leikskólanum Laufásborg þegar skákkennarinn Omar Salama hóf störf. Í fyrstu var markmiðið einungis að kenna börnum mannganginn. 

2015

Laufásborg fékk hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir skákkennsluna sem var nýmæli í leikskólastarfi og er enn.

2017

Laufásborg bauðst tækifæri til að taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita í 1.-3. bekk. Sveit Laufásborgar gekk mjög vel og vakti athygli fyrir vaska frammistöðu.

Skólinn hefur reglulega tekið þátt í mótinu og vekja börnin ávallt athygli fyrir prúða framkomu og mikla skáksnilli.

2018

Laufásborg bauðst tækifæri til að taka þátt í Heimsmeistaramóti barna í skólaskák í Albaníu. Í öflugu samstarfi við foreldra fór skólinn með fjórar stúlkur á mótið ásamt foreldrum. 

2019

Laufásborg fór á Evrópumeistaramóiðt í skólaskák í Rúmeníu með níu börn. Það ár var foreldrafélagið Hrókur alls fagnaðar stofnað en skákstarfið hefur alltaf verið unnið í miklu samstarfi við foreldra. Foreldrar sjá t.d. um fjáraflanir vegna skákferðanna. Stuðningur foreldra sem og traust milli foreldra og skólans er lykillinn að því að fara erlendis með börnin á skákmót.

2020

Til stóð að Laufásborg færi á annað stórmót en vegna Covid féllu öll stórmót niður það ár og það næsta.

2022

Laufásborg tók aftur þótt í Íslandsmóti barnaskólasveita í 1.-3. bekk og náði þeim merka árangri að ná 3. sæti á mótinu. Var það í fyrsta sinn sem leikskóli náði verðlaunasæti á mótinu.

Árangurinn vakti verðskuldaða athygli. Sú vaska skáksveit fór svo einnig á Evrópumeistaramót í skólaskák á Grikklandi en það voru fimm börn sem tóku þátt það árið.

2022

Fimm börn af Laufásborg tóku þátt í Evrópumeistaramóti barna í skólaskák á Grikklandi.

2023

Laufásborg tók þátt í Heimsmeistaramóti í skólaskák sem einnig fór fram í Grikklandi en þá tóku hvorki meira né minna en 13 börn þátt í mótinu á vegum skólans. 

Það ár stofnaði foreldrafélagið einnig Skákfélag Laufásborgar sem heldur með formlegum hætti utan um allt skákstarfið. 

2023

Þrettán börn á vegum skólans kepptu á Heimsmeistaramóti í skólaskák á Grikklandi.

2024

15 börn frá Laufásborg stóðu sig með prýði á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fram fór á Írlandi.